Skálinn Diner
Amerískur diner í 50´s stíl, eini sinnar tegundar á Íslandi. Boðið er uppá morgunmat alla daga, heimilismat í hádeginu og fjölbreyttan matseðil.
Matseðillinn inniheldur meðal annars hamborgara, djúpsteikta kjúklingabita, kótilettur, ýmsar samlokur og mjólkurhristinga af skemmtilegum gerðum. Skálinn Diner er einnig ein glæsilegasta ísbúð landsins!