Havarí

Á Karlsstöðum hefur fjárhúshlöðunni verið breytt í veitingaþjónustu og tónleikasal. Þar hafa verið hýstir fjöldi viðburða og ferðalangar fengið margvíslega andlega og líkamlega næringu. Við bjóðum upp á einfaldar veitingar, hefðbundnar og óhefðbundnar þar sem megin áherslan er á staðbundin hráefni.

Havarí hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir nýsköpun sína og framleiðslu á hágæða grænkera (vegan) réttum. Ber þar hæst að nefna Bulsur og Bopp.