Á Austurlandi er fjöldinn allur af fjölbreyttum og skemmtilegum gönguleiðum, svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þrátt fyrir það hafa þær ekki verið sérstaklega aðgengilegar ferðamönnum vegna þess að upplýsingar um þessar leiðir hafa verið aðgengilegar á einum stað en nú er að rætast úr því.
Í bók Skúla Júlíussonar, 101 Austurland – Gönguleiðir fyrir alla, sem kemur út nú í sumar má finna lýsingar á hundrað og einni gönguleið á Austurlandi. Um er að ræða hefðbundnar gönguleiðir sem eru sérstaklega heppilegar fyrir fjölskyldufólk sem vill njóta austfirskrar náttúru. Nokkrar örlítið meira krefjandi gönguleiðir eru í bókinn en langflestar leiðirnar henta öllum.
Skúli hefur áður gefið úr bókina 101 Austurland – Tindar og toppar en í henni eru góðar lýsingar á hundrað og einni gönguleið á austfirsk fjöll.
Hér hefur Skúli tekið saman fyrir okkur lista yfir topp fimm gönguleiðir í nokkrum flokkum sem hann mælir sértaklega með. Fyrir frekari upplýsingar mælum við með því að kaupa bókina hans Skúla.