Topp 5 gönguleiðir fyrir alla

Á Austurlandi má finna gönguleiðir við allra hæfi. Hér eru topp 5 gönguleiðirnar sem henta öllum göngugörpum.

Deila

Stórurð

Stórurð er án efa einn magnaðasti staður í íslenskri náttúru. Ef þú ætlar í eina göngu þá skaltu skella þér þangað. Margar og fjölbreyttar leiðir eru í boði.

Það eru nokkrar leiðir í boði en þessi er með þeim vinsælli.

Þerribjörg

Þerribjörg

Gönguleiðin að Þerribjörgum er mjög krefjandi en vel þess virði. Margir telja þennan stað einn þann fegursta í fjórðungnum.

Sjá leið hér.

Gönguleiðin að Magnahelli

Hafrahvammagljúfur

Stutt gönguleið er að Magnahelli við Hafrahvammagljúfur sem eru ein hrikalegustu gljúfur landsins.

Sjá leið hér.

Á leiðinni í Brúnavík

Brúnavík

Skemmtilegt gönguleið er frá Borgarfirði Eystri til Brúnavíkur. Auðvelt að verja heilum degi í fallegri víkinni.

Sjá leið hér.

Það eru margir fallegir fossar á Fossaleið

Fossaleið

Fossaleið er gönguleið frá Óbyggðasetrinu í Laugarfell. Gengið er með fram Jökulsá í Fljótsdal og fossum hennar.

Sjá leið hér.