Topp 5 gönguleiðir fyrir alla

Á Austurlandi má finna gönguleiðir við allra hæfi. Hér eru topp 5 gönguleiðirnar sem henta öllum göngugörpum.

Stórurð

Stórurð er án efa einn magnaðasti staður í íslenskri náttúru. Ef þú ætlar í eina göngu þá skaltu skella þér þangað. Margar og fjölbreyttar leiðir eru í boði.

Það eru nokkrar leiðir í boði en þessi er með þeim vinsælli.

Stuðlagil

Stuðlagil

Gönguleiðin að Stuðlagili er ekki erfið. Það er keyrt að brúnni hjá bænum Klausturseli, eftir vegi nr. 923, um 14 kílómetra frá hringveginum. Ekki má keyra yfir brúna heldur er lagt á bílastæðinu vestan megin við hana, gengið yfir brúna og eftir slóða (rúmlega 5 kílómetra löng ganga) þangað sem hægt er að komast niður í gilið. Á leiðinni (um 2 kílómetra frá brúnni) er tignarlegur foss, Stuðlafoss, sem fellur fram af þverhníptu stuðlabergi. Þessi gönguleið er rúmlega 10 kílómetra löng samanlagt og þegar gert er ráð fyrir að stoppað sé við fossinn og gilið sjálft gæti hún tekið 3 tíma.

Sjá leið hér

Gönguleiðin að Magnahelli

Hafrahvammagljúfur

Stutt gönguleið er að Magnahelli við Hafrahvammagljúfur sem eru ein hrikalegustu gljúfur landsins.

Sjá leið hér.

Á leiðinni í Brúnavík

Brúnavík

Skemmtilegt gönguleið er frá Borgarfirði Eystri til Brúnavíkur. Auðvelt að verja heilum degi í fallegri víkinni.

Sjá leið hér.

Það eru margir fallegir fossar á Fossaleið

Fossaleið

Fossaleið er gönguleið frá Óbyggðasetrinu í Laugarfell. Gengið er með fram Jökulsá í Fljótsdal og fossum hennar.

Sjá leið hér.