Topp 5 gönguleiðir sem fáir vita um

Á Austurlandi er fjöldi gönguleiða. Þær eru mis vel þekktar en hér er listi yfir topp 5 gönguleiðir sem fáir vita um.

Í Dansgjá

Dansgjá

Dansgjá er sérkennilegur staður í Fellunum skammt fyrir norðan Fellabæ. Þar er sniðugur staður sem skemmtilegt er að busla á heitum sumardögum.

Sjá leið hér.

Gjáhalli

Gjáhalli

Gjáhalli er staður í Norðurdal Fljótsdals sem leynir á sér. Leiðin er brött í byrjun og býður svo upp á fellgt útsýni til Snæfells.

Sjá leið hér.

Við Eyrará

Eyrará

Eyrará er falin perla í sunnanverðum Reyðarfirði. Þetta er stutt gönguleið sem auðvelt er að lengja ef áhugi er fyrir hendi.

Sjá leið hér.

Glæsilegt útsýni yfir Þverárgil

Þverárgil

Þverárgil er litskrúðugt og fallegt gil í Vopnafirði. Þægileg gönguleið um stað sem kemur á óvart.

Sjá leið hér.

Sótaleiði

Sótaleiði

Þetta er örstutt gönguleið að fallegum kletti við rætur Snæfells.

Sjá leið hér.