Topp 5 fjallgöngur fyrir vant fjallafólk

Í þessum flokki eru fjallgönguleiðir sem einungis er mælt með fyrir göngufólk sem er vant fjallaferðum og erfiðum göngum. Þetta eru skemmtilegar leiðir í stórbrotnu landslagi með dásamlegu útsýni.

Snæfugl

Snæfugl

Snæfugl er fjall sem reynir á útsjónarsemi göngumannsins. Í þessari göngu þarf að brölta um klettabelti upp á mosavaxinn hnjúk.

Sjá leið hér.

Háöxl

Háöxl

Háöxl er frábær tindur fyrir lengra komna göngugarpa. Háöxl er staðsett beint á móti Fáskrúðsfjarðarkauptúni.

Sjá leið hér.

Dyrfjöll

Dyrfjöll

Dyrfjöllin eru með þekktari fjöllum á Austurlandi og leiðin á þau er líklega ein magnaðasta fjallgönguleið á landinu. Útsýni yfir Stórurð og Borgarfjörð gleymist seint.

Sjá leið hér.

Tungufell

Tungufell

Tungufell er staðsett á milli Egilsstaða og Eskifjarðar. Gönguleiðin er mjög krefjandi og möguleiki er á skemmtilegri hringleið.

Sjá leið hér.

Jökultindur

Jökultindur

Jökultindur er einn af hæstu tindunum á stóru svæði umhverfis Stöðvarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Leiðin um Reindalsheiði er skammt frá Jökultindi.

Sjá leið hér.