Topp 5 gönguleiðir fyrir fjölskyldur

Á Austurlandi er fjölmargt í boði fyrir barnafólk og fjölskyldur að brasa saman. Hér eru topp 5 gönguleiðirnar sem henta fjölskyldum sérstaklega vel.

Deila

Tröllatjörn

Í Álftafirði er stutt gönguleið sem leynir á sér. Tröllatjörn er ekta staður til þess að heimsækja á góðum sumardegi.

Sjá leið hér.

Gilsárfoss

Gilsárfoss er ævintýralegur foss með helli og steinboga á bak við. Fossinn er skammt utan við þorpið í Fáskrúðsfirði.

Sjá leið hér.

Haukafell

Haukafell er mjög fjölskylduvænn staður á Mýrum, austan við Hornafjörð. Þar eru tjaldsvæði og merktar gönguleiðir.

Sjá leið hér.

Stapavík

Í Stapavík er frábær gönguleið fyrir fjölskyldur. Þar er gengið með fram fjöru og í henni er margt að sjá.

Sjá leið hér.

Hálsaskógur

Skammt frá Djúpavogi er lítill skógur sem heitir Hálsaskógur. Þar er skemmtileg gönguleið um svæðið.

Sjá leið hér.