Verkstjóri Egilsstaðir
Þjónustumiðstöð Múlaþings leitar að verkstjóra í 100% framtíðarstarf. Verkstjóri sér um daglegan rekstur þjónustumiðstöðvar Múlaþings á Egilsstöðum.
Við leitum eftir öflugum og drífandi leiðtoga sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Næsti yfirmaður er yfirverkstjóri þjónustumiðstöðvar Múlaþings.
Æskilegt er að starfskraftur geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með og þátttaka í daglegum rekstri og stjórnun þjónustumiðstöðvar
- Annast minniháttar viðhald á fasteignum sveitarfélagsins
- Umsjón með snjómokstri og hálkuvörnum
- Umsjón með slætti og umhirðu opinna svæða í samráði við garðyrkjustjóra
- Annast rekstur og viðhald gatna, gangstétta og stíga
- Umsjón með tækjum og búnaði þjónustumiðstöðvar
- Umsjón með skýrslu og áætlanagerð og skráningu verkbókhalds
- Undirbúningur að fjárhagsáætlun í samráði við yfirverkstjóra og starfsmenn sviðsins
- Annast dagleg innkaup fyrir þjónustumiðstöðina
- Umsjón með vinnuskóla á staðnum í samráði við garðyrkjustjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf, stúdentspróf eða annað nám sem nýtist í starfi og/eða reynsla af stjórnunarstörfum
- Bílpróf
- Reynsla af viðhaldi go verklegum framkvæmdum
- Mikil samskipta- og samstarfshæfni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Rík þjónustulund og góð framkoma
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Vinnuvélaréttindi og vigtararéttindi eru æskileg eða að starfsmaður sé tilbúinn að taka slík réttindi
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir itl að sækja um stöðuna.
Nánari upplýsingar veitir Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri á netfanginu [email protected] eða í síma 470 0700.
Öllum umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og/eða fyrri störf og kynningabréf.
Umsækjendum er bent á að kynna sér fræðslubréf um vinnslu Múlaþings á persónuupplýsingum starfsumsækjenda, sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.mulahting.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2022 og sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Alfreðs: Verkstjóri Egilsstaðir | Þjónustumiðstöð Múlaþings | Fullt starf Egilsstaðir | Alfreð (alfred.is)