Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissvið
Fjarðabyggð óskar eftir að ráða öflugan og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs sveitarfélagsins. Framkvæmda- og umhverfissvið er ný sameinað svið sem hefur með höndum veigamikla þætti í rekstri Fjarðabyggðar m.a. yfirstjórn umhverfismála, skipulags- og byggingarmála, veitna, gatna, eign- og tækjasjóðs, þjónustu- og framkvæmdamiðstöðva auk framkvæmda og starfsmannahalds á Fjarðabyggðahöfnum.
Sviðsstjóri hefur með höndum stefnumótun í þeim málaflokkm sem heyra undir sviðið, stýrir rekstri þeirra með áherslu á faglega forystu í framkvæmda og umhverfismálum á ´viðum grunni. Sviðsstjóri er starfsmönnum á sviðinu til ráðgjafar og stuðnings í verkefnum og ákvörðunum sem þeir fást við og mótar og leiðir starfsemi sviðsins og framtíðarsýn í samræmi við áherslur sveitarfélagsins. Hann starfar náið með bækjarstjóra og öðrum sviðsstjórum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið
- Ábyrgð á þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins
- Ábyrgð á gæðum þjónustu sviðsins og þjónustustöðum
- Að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka sveitarfélagsins
- Ábyrgð á útboðum framkvæmda allra sviða sveitarfélagsins þ.m.t. hafna
- Ábyrgð á áætlanagerð málaflokka sem heyra undir svið þ.m.t. hafna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, verk- bygginga- eða tæknifræði er áskilin
- Reynsla af rekstri, stjórnun og stefnumótun er áskilin
- Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg
- Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstar- og fjárhagsáætlana er æskileg
- Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum
- Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Allir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í síma 470 9000 eða á netfanginu [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2023 og hægt er að sækja um starfið í gegnum starfasíðu Fjarðabyggdar: Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs Fjarðabyggðar (fjardabyggd.is)