Sumarstörf á Fljótsdalshéraði

Fljótsdalshérað auglýsir eftir starfsfólki, 17 ára og eldra, í eftirtalin störf sumarið 2020:

Flokkstjórar í vinnuskóla:

Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi hóps nemenda, leiðbeina þeim og fræða um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

Leitað er að einstaklingum, 19 ára og eldri, sem:

  1. Gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.
  2. Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
  3. Hafa reynslu af, og áhuga á, að vinna með og fræða ungt fólk.
  4. Eru nemendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
  5. Eru sjálfstæðir, skipulagðir og sýna frumkvæði í starfi.
  6. Hafa bílpróf (ekki skilyrði).

Starf á sláttutraktor sveitarfélagsins:

Leitað er að einstaklingi, 18 ára og eldri, sem hefur áhuga og færni til að starfa á sláttutraktor sveitarfélagsins og sinna slætti á opnum svæðum. Bílpróf er skilyrði og eru vinnuvélaréttindi og kerrupróf mikill kostur.

Almenn sumarstörf:

Leitað er að einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga og færni til að starfa við ýmis störf utanhúss, s.s. í stígagerð, málningarvinnu og grisjun og snyrtingu trjágróðurs.

Sláttugengi:

Leitað er að einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga og færni til að slá opin svæði og garða með sláttuorfum.

Störf á íþróttavöllum:

Leitað er að einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga og færni til að sinna umhirðu og viðhaldi á og í kringum íþróttavelli veitarfélagsins og öðrum verkefnum sem tengjast völlunum. Bílpróf, vinnuvélaréttindi og/eða kerrupróf mikill kostur.

Störf í leikskólum:

Leitað er að einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga og færni til að sinna almennum leikskólastörfum og öðrum tilfallandi störfum innan leikskóla.

Störf í Safnahúsi:

Leitað er að einstaklingum, 17 ára og eldri, sem hafa áhuga og færni til að sinna almennum afgreiðslustörfum, upplýsingagjöf og öðrum tilfallandi störfum innan Safnahússins. Athugið að hluti af vinnu í Safnahúsinu fer fram um helgar.

Skapandi sumarstörf:

Leitað er að einstaklingum, á milli 17-25 ára, sem hafa áhuga á því að starfa við Skapandi sumarstörf. Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Starfið hentar fólki með fjölbreyttan áhuga, t.d. á tónlist, myndlist, sviðlistum og kvikmyndagerð.

Störf í sumarskóla:

Leitað er að hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingum, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna að fjölbreyttum frístundaverkefnum með börnum á aldrinum 6-9 ára. Reynsla af félagsstarfi með börnum og/eða ungmennum er mikill kostur.

Leitað er að einstaklingum sem:

  1.  Gefa leyfi fyrir að upplýsinga um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4. mgr. 10. gr. laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2. mgr. 10. gr. sömu laga.
  2.  Hafa góða færni í samskiptum og hæfni til að stýra hópi af ungu fólki.
  3.  Hafa reynslu af, og áhuga á, að vinna með og fræða börn.
  4.  Eru þátttakendum fyrirmynd hvað varðar heilbrigðan lífsstíl, stundvísi og tillitssemi.
  5.  Eru sjálfstæðir, skipulagðir og sýna frumkvæði í starfi.

Umsóknareyðublað fyrir öll störfin er á heimasíðu Fljótsdalshéraðs. Umsóknafrestur er til og með 6. maí.