Sumarstarf við símsvörun og afgreiðslu
Óskað er eftir starfskrafti sem sér um símsvörun á skrifstofu Múlaþings á Egilsstöðum og tekur á móti erindum og gestum.
Um er að ræða 100% sumarafleysingarstarf frá 1. júní – 16. ágúst 2024.
Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri Múlaþings.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun fyrir skrifstofu sveitarfélagsins á opnunartíma.
- Hafa yfirsýn yfir viðtalstíma og viðveru annars starfsfólks og taka niður skilaboð og koma á réttan stað.
- Taka á móti gestum að Lyngási 12 á opnunartíma, veita almennar upplýsingar og beina þeim til réttra aðila eftir eðli erindis þeirra.
- Mikil áhersla lögð á nákvæmni, trúnað, öryggi og vandvirkni í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegum störfum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Samskipta- og skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
- Reynsla af störfum hjá stjórnsýslu sveitarfélags kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í máli og riti
- Góð þjónustulund og öguð vinnubrögð