Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Múlaþing auglýsir eftir skipulagsfulltrúa á umhverfis- og framkvæmdasvið.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert 100% framtíðarstarf í lifandi umhverfi.

Múlaþing er að vinna við nýtt aðalskipulag sem er mjög áhugaverð og skapandi vinna. Á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings starfar öflugur hópur sem samanstendur af vel menntuðum og kraftmiklum einstaklingum.

Næsti yfirmaður er framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings; Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Umsjón skipulagsmála í sveitarfélaginu
 • Útgáfa framkvæmdarleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingaerindi
 • Umsjón með vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings
 • Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingaleyfa
 • Umsjón með lóðamálum og gerð lóðaleigusamninga
 • Auglýsir skipulagsáætlanir lögum samkvæmt
 • Lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
 • Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila
 • Önnur verkefni sem viðkomanda er falið af framkvæmda- og umhverfismálastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr. 123/2010 s.s. skipulagsfræðingur, arkitekt, byggingarfræðingur, landslagsarkitekt, tæknifræðingur eða verkfræðingur
 • Amk. 2. ára starfsreynsla eða sérhæft nám í skipulagsmálum er skilyrði
 • Þekking af opinberri stjórnsýslu æskileg
 • Mikil samskipta- og samstarfshæfni
 • Nákvæmni og hæfni í framsetningu efnis
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Frumkvæði og öguð vinnubrögð
 • Góð íslenskukunnátta í máli og ritun
Fríðindi í starfi

Heilsueflingarstyrkur