
Sérfræðingur í fjármálum
Við leitum að sjálfstæðum og lausnamiðuðum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á fjármálum.
Vilt þú verða hluti af öflugu teymi sérfræðinga á fjármálasviði Alcoa Fjarðaáls?
Teymið sér um mánaðarleg uppgjör, áætlanagerð, skýrslugerð og innra eftirlit fyrirtækisins. Alcoa Fjarðaál er hluti af Alcoa corporation samsteypunni sem skráð er á markaði í kauphöllinni í New York (NYSE).
Helstu verkefni og ábyrgð
- Mánaðaruppgjör framleiðslu og birgðabókhalds
- Áætlanagerð og spár fyrir framleiðslu
- Úttektir fyrir innra eftirlit
- Fjárhagslegar greiningar og upplýsingagjöf
- Stuðningur og þátttaka í lykilverkefnum með stjórnendum og starfsfólki
- Ýmis önnur verkefni tengd fjármálum og rekstri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðskiptafræði, hagfræði, rekstarfræði eða önnur hagnýt menntun
- Reynsla af greiningum ásamt þekkingu á fjárhagsbókhaldi
- Reynsla í endurskðun og/eða uppgjöri æskileg
- Góð samskiptahæfni, frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt
- Reynsla af notkun fjármálatengdra upplýsingakerfa líkt og Excel
- Vandvirkni, lipurð ´ji samskiptum og hæfni til að miðla upplýsingum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Fjarvinna að hluta í boði
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Fríar rútuferðir itl og frá vinnu
- Heilsutengdir styrkir
- Velferðarþjónusta
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvember 2023.