Rafvirki – Egilsstaðir

RARIK auglýsir eftir rafvirkja á starfsstöð fyrirtækisins á Egilsstöðum. Hér er um fjölbreytt störf að ræða í öflugum vinnuflokki sem vinnur við dreifikerfi RARIK
á Austurlandi. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Viðhald á dreifikerfi RARIK
  • Eftirlit með tækjum og búnaði
  • Viðgerðir
  • Nýframkvæmdir
  • Vinna samkvæmt öryggisreglum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sveinspróf í rafvirkjun
  • Öryggisvitund
  • Almenn tölvukunnátta
  • Drifkraftur og geta til að vinna sjálfstætt
  • Bílpróf

Nánari upplýsingar veitir Bergur Már Hallgrímsson, deildarstjóri framkvæmdasviðs
á Austurlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur
er til 6. júlí 2020 og skal skila umsóknum með ferilskrá á vef RARIK,
rarik.is/atvinna.

RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.