LEIKSKÓLINN EYRARVELLIR NESKAUPSTAÐ LEITAR AÐ MATRÁÐ

Leikskólinn Eyrarvellir Neskaupstað – Matráður

Eyrarvellir er átta deilda leikskóli sem er skipt í 8 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á
vináttu, læsi og uppbyggingastefnuna Uppeldi til ábyrgðar. Leikskólinn er fyrir börn
frá 1 til 6 ára og er sérstaklega sóst eftir matráð með þekkingu og áhuga á næringu barna á leikskólaaldri.
Matráður sér um daglegan rekstur eldhúss leikskólans. Um framtíðarstarf er að ræða.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, eigi síðar en 1. desember 2019.

Menntun, reynsla og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði matreiðslu og næringar og /eða reynsla á því sviði.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Góð íslenskukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2019.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun
og fyrri störfum skulu berast rafrænt á https://starf.fjardabyggd.is/storf/default.aspx

Nánari upplýsingar um starfið gefur Halla Höskuldsdóttir, leikskólastjóri í síma
477-1460 / 847-8232 eða á [email protected]
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.