Afgreiðslu / þjónustustarf á Egilsstöðum

Dekkjahöllin óskar eftir að ráða starfsmann í fjölbreytt starf á þjónustustöð á Egilsstöðum. Fyrirtækið leggur áherslu á metnað og góða þjónustu, helstu þættir starfseminnar eru hjólbarðaþjónusta og sala og smurþjónusta.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Móttaka viðskiptavina, úthlutun og úrlausn þjónustuverkefna
  • Afgreiðsla og skipulag með stjórnendum
  • Þjónusta og önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af störfum í bílagreinum eða sambærilegum störfum er kostur
  • Almenn tölvuþekking kostur
  • Rík þjónustulund, samskipta- og leiðtogahæfni
  • Öguð og vönduð vinnubrögð
  • Geta til að vinna sjálfstætt

Við hvetjum alla til að sækja um óháð kyni á ráðningarvef Alfreðs: Afgreiðslu / þjónustustarf á Egilsstöðum | Dekkjahöllin ehf (alfred.is)