AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI GRUNNSKÓLA FÁSKRÚÐSFJARÐAR

Laus er til umsóknar staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf í skólanum. Skólinn er skipaður góðu fagfólki og þar ríkir jákvæðni og góður starfsandi. Við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar stunda um 110 nemendur nám. Skólinn er staðsettur í glæsilegu húsnæði með frábærri aðstöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinnur ásamt skólastjóra að stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
  • Fylgist með skipulagi náms og kennslu í skólanum og hefur forystu um þróun og umbætur í starfi skólans.
  • Þróar ásamt skólastjóra aðferðir til innra mats skóla með það að markmiði að bæta árangur skólastarfsins og aðstoðar við gerð símenntunaráætlunar skólans.
  • Aðstoðar við starfsemi frístundar og starfsemi hennar
  • Aðstoðar skólastjóra við rekstur skólans og gerð fjárhagsáætlana.
  • Aðstoðar við skipulagningu sérfræðiþjónustu og gerð lögbundinna áætlana s.s. öryggisáætlana, forvarnaráætlana o.s.frv.
  • Aðstoðar skólastjóra við ráðningu starfsfólks og starfsmannahald.
  • Vinnur með nemendaráði og hefur yfirumsjón með félagsstarfi nemenda. ábyrgð á stefnumörkun skólans og gerð skólanámskrár.
  • Annast skipulagningu á sérkennslu, heldur utan um skimanir og greiningar og samskipti við skólaþjónustu Fjarðabyggðar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu í grunnskóla.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og þróunarstarfi er æskileg.
  • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Þekking á rekstri, stjórnun og stefnumótun.
  • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í skólum Fjarðabyggðar.