STEF – Námsstefna á Austurlandi

STEF – Námsstefna á Austurlandi
Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 17:00
Tónlistarmiðstöð Austurlands, Eskifirði

Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs mun fjalla um greiðsluflæði tónlistarveita eins og Spotify og hver sé munurinn á því að fá greitt fyrir streymi sem höfundur eða sem útgefandi og flytjandi. Þá mun hún einnig fjalla um leiðir til að koma tónlist inn í sjónvarp og kvikmyndir og að hverju þarf að gæta við samningsgerð við framleiðendur sem og að fjalla um STEF og þá þjónustu sem þar er í boði fyrir tónlistarfólk.

Það er frítt á námstefnuna og allir velkomnir. Við hvetjum tónlistarfólk til að láta sjá sig og láta orðið berast. Heitt kaffi á könnunni.