KÖLD tónlistarhátíð

Tónlistarhátíðin KÖLD er árviss viðburður í Neskaupstað í febrúar og sú eina sem fram fer í svartasta skammdeginu.

Skipuleggjendum hátíðarinnar fannst eitthvað vanta í tónlistarflóruna á þessum tíma og oft mikil þörf á því að lífga upp á mannlífið í skammdeginu. Upp úr því spratt hugmyndin að heilli tónlistarhátíð, og eins og þeir vita sem komið hafa á Eistnaflug þá er ekkert mál að skella sér á tónlistarhátíð í Neskaupstað.

Á hverju ári mun hátíðin í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands heiðra austfirskan tónlistarmann fyrir starf sitt.