Skógardagurinn mikli

Skógardagurinn mikli er árleg fjölskylduhátið sem haldin er í Hallormsstaðaskógi í júní.

Dagurinn byrjar yfirleitt á skógarhlaupi og fjölskylduvænu skemmtiskokki. Formleg dagskrá hefst svo eftir hádegið og inniheldur meðal annars, Íslandsmótið í skógarhöggi, ketilkaffi, grillveislu og fjölbreytta skemmtidagskrá.