Skaftfell

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, er staðsett við Austurveg 42 á Seyðisfirði og er nafn stofnunarinnar dregið af þrílyfta timburhúsinu sem hýsir hana.

Miðstöðin var formlega opnuð árið 1998 og er starfsemin tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi í formi sýningarhalds, reksturs gestavinnustofu og fræðslustarfs. Markmið starfseminnar er að auka aðgengi Austfirðinga að vandaðri samtímalist og stuðla að dýpri þekkingu og skilning á hlutverki myndlistar í samtímanum ásamt því að skapa örvandi vinnuumhverfi fyrir listamenn.

Í húsinu er listamannaíbúð á efstu hæði fyrir gestalistamenn Skaftfells; á annarri hæð er sýningarsalur og lítil verslun með bókverkum, listaverkabókum og listaverkum; á jarðhæðinni er Bistró Skaftfells sem var hannað af Birni Roth, syni Dieters Roth, með uppáhalds Bistró Dieters í huga, en aðstaðan er leigð út til rekstraraðila. Skrifstofa Skaftfells er staðsett á Öldugötu 14

Kjarnaverkefni Skaftfells

  • Sýningarhald
  • Fræðslustarf fyrir börn og fullorðna
  • Rekstur gestavinnustofa fyrir alþjóðlega listamenn

Geirahús

Skaftfell rekur einnig safn í Geirahúsi. Þar bjó of starfaði alþýðulistamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson,eða Geiri eins og kann var kallaður. Geiri var litríkur karakter og mikill listamaður en hann hafði óbilandi sköpunarþörf og ber heimili hans þess sterk merki. Heimilinu hefur verið haldið í nánast óbreyttu horfi frá andláti hans og þar má sjá hvernig hann lifði og við hvað hann fékkst í listsköpun sinni.