Alcoa Fjarðaál leitar að leiðtoga viðhaldsteymis
Leiðtogi viðhaldsteymis
Alcoa Fjarðaál leitar að öflugum einstaklingi í starf leiðtoga viðhaldsteymis. Á framleiðslusvæðum álversins eru teymi iðnaðarmanna sem sinna skipulögðu viðhaldi í dagvinnu. Leiðtogi hefur mannaforráð og ber ábyrgð á því að skipulagt viðhald fari fram samkvæmt áætlun og með öruggum hætti.
Ábyrgð og verkefni
Leiðtogi hefur yfirumsjón með daglegri skipulagningu viðhaldsverka, meðhöndlun verkbeiðna og skráningu vinnutíma. Leiðtogi sér til þess að starfsmenn hafi þau tól og tæki sem þarf til þess að vinna verkin, metur hæfni þeirra, útvegar nauðsynlega þjálfun og veitir endurgjöf.
Menntun og hæfni
Leiðtogi viðhaldsteymis þarf að hafa menntun og reynslu sem nýtast í starfi. Æskilegt er viðkomandi hafi reynslu af stjórnun. Leiðtogi þarf að vera jákvæður og drífandi teymisfélagi. Starfið kallar á frumkvæði og hæfni til að skipu-leggja vinnu, miðla þekkingu og virkja aðra.
Áhugasamir eru hvattir til að afla sér frekari upplýsinga hjá Ásgrími
Sigurðssyni í gegnum netfangið [email protected]
eða í síma 470 7700.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um starfið.
Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is til föstudagsins 3. janúar.