Svaedisskipulag Austurlands

Verkefnastjóri – Eygló

Eygló leitar að verkefnastjóra til að sinna verkefnum sem snúa að uppbyggingu og þróun á sviði hringrásarhagkerfisins, orkuskipta og nýsköpunar. Verkefnastjóri vinnur náið með starfsfólki Eyglóar og hagaðilum í nærsamfélaginu. Starfsstöð verkefnastjóra er á Austurlandi.

Eygló er samstarfsverkefni sem snýr að bættri nýtingu auðlinda á Austurlandi með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Heitið Eygló vísar til öflugasta orkugjafans, sólarinnar, og til bjartrar og kraftmikillar framtíðar. Að verkefninu standa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun og Samtök sveitarfélaga á Austurlandi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Virk þátttaka í öflun nýrra verkefna
  • Verkefnastjórn og eftirfylgni
  • Söfnun, greining og úrvinnsla gagna
  • Þátttaka í umsóknarskrifum
  • Samskipti og samstarf við hagaðila
  • Umsjón með samfélagsmiðlum
  • Teymisvinna með Bláma, Eim og Orkídeu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntur sem nýtist í starfi
  • Þekking á hringrásarhagkerfinu, nýsköpun og orkuskiptum
  • Þekking á nýsköpunar-, frumkvöðla- og styrkjaumhverfi vegna þróunar- og rannsóknaverkefna er æskileg
  • Rík samskiptahæfni og færni í að koma frá sér efni
  • Færni í að miðla efni á vef- og samfélagsmiðlum er kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Reynsla af verkefnastjórn er kostur
  • Góð færni í íslensku og ensku