Vélamaður á þjónustustöð í Fellabæ
Vegagerðin auglýsir laust starf vélamanns á þjónustustöð í Fellabæ.
Helstu verkefni og ábyrgð
Vélamenn sinna almennri daglegri þjónustu á vegakerfinu á starfssvæði þjónustustöðvarinnar í Fellabæ. Meðal verka er viðhald á vegstikum, umferðamerkjum og öðrum vegbúnaði ásamt annarri vinnu í starfsstöð.
Yfir vetrartímann er unnið á bakvöktum við eftirlit með færð á starfssvæði þjónustustöðvarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meirapróf og vinnuvélaréttindi æskilegt
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Góð öryggisvitund
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Gott vald á íslensku og ensku
- Almenn tölvukunnátta