Verslunarstjóri – Kjörbúðin Eskifirði
Kjörbúðin Eskifirði leitar eftir verslunarstjóra. Húsnæðisstyrkur í boði.
Kjörbúðin er skemmtilegur og líflegur vinnustaður og hentar starfið einstaklingum af öllum kynjum.
Starfssvið:
- Ábyrgð á rekstri verslunar
- Samskipti við viðskiptavini og birgja
- Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum
- Ábyrgð á birgðahaldi í verslun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfinu
- Reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtæki
- Styrkleiki í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Fríðindi í starfi
- Húsnæðisstyrkur
- Heilsustyrkur til starfsmanna
- Afsláttarkjör í verslunum samkaupa
- Velferðaþjónusta Samkaupa
- Tækifæri til menntunar
Allar nánari upplýsingar veitir Guðni Erlendsson mannauðsstjóri [email protected]
Samkaup hf. hefur hlotið titilinn Menntafyrirtæki atvinnulífsins og einnig jafnlaunavottnun Jafnréttisstofu.
Samkaup hf. rekur yfir 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverslunum til þægindaverslana. Helstu verslunarmerki Samkaupa eru: Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Iceland og Samkaup strax. Hjá félaginu starfa um 1400 starfsmenn í rúmlega 700 stöðugildum.
Samkaup státar af öflugri jafnréttisstefnu sem nær ekki einungis til jafnréttis kynjanna heldur beinist einnig að hinsegin starfsfólki, erlendu starfsfólki og starfsfólki með skerta starfsgetu. Jafnréttisstefnan kallast Jafnrétti fyrir alla.
Hægt er að sækja um starfið í gegnum ráðningarvef Samkaupa: Samkaup – 50skills