Austurland
Austurland er nákvæmlega 15.792 ferkílómetrar. Sveitarfélögin okkar eru fjögur og heita Fjarðabyggð, Fljótsdalshreppur, Múlaþing og Vopnafjarðarhreppur. Hér búa 11.200 manns eða með öðrum orðum: Á Austurlandi er 1,4 manneskja á hvern ferkílómetra!
Hér er því nóg pláss fyrir stórar hugmyndir og ferska loftið okkar glæðir ímyndunaraflið. Samfélögin á Austurlandi eru opin, vinaleg og tengd innbyrðis. Sagan sýnir að íbúarnir eru útsjónarsamir og litlar hugmyndir hafa breyst í öflug og stöndug fyrirtæki.
Á Austurlandi búum við til mat, menningu og margt fleira. Margir þekkja ferðaþjónustuna okkar og fiskvinnsluna en hér er líka margt sem kemur á óvart, allt frá fersku wasabi, framleiddu með endurnýtanlegri orku, til stærsta skógar landsins á Hallormsstað. Það er alger misskilningur að hér vaxi ekki tré!
Möguleikarnir á Austurlandi eru óþrjótandi og náttúrufegurðin á sér fáar hliðstæður.
Þú verður bara að koma og sjá!
Upplýsingar um svæðið
Á myndinni hér að neðan eru tölulegar upplýsingar um landshlutann.
Mælaborð ferðaþjónustunnar
Hér að neðan er gagnleg tölfræði fyrir Austurland sem tekin er saman af Ferðamálastofu
Svæðisskipulag Austurlands 2022-2024
Svæðisskipulag Austurlands 2022-2024
Skipulagsstofnun staðfesti 12. október 2022 Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044
Um verkefnið
Invest er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Ferðamálastofu og Austurbrúar. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum invest.is. Einnig er hægt að hafa samband við Dagmar Ýr Stefánsdóttur eða Pál Baldursson hjá Austurbrú
–
Dagmar Ýr Stefánsdóttir
Framkvæmdastjóri/CEO Austurbrú
Netfang: [email protected]
Sími: +354 862 1084
Páll Baldursson
Verkefnastjóri/project manager
Netfang: [email protected]
Sími: +354 896 6716