Skráning framleiðenda á Matarmót
Kæri matvælaframleiðandi á Austurlandi!
Við bjóðum þér að taka þátt í Matarmóti Matarauðs Austurlands þann 21. október næstkomandi.
Á Matarmóti fá matvælaframleiðendur á Austurlandi tækifæri til að kynna sínar vörur fyrir væntanlegum kaupendum, söluaðilum og samstarfsaðilum í greininni. Bæði framleiðendur og kaupendur á Austurlandi hafa kallað eftir vettvangi til samtals og samvinnu og Matarmóti er ætlað að svara því kalli! Matargerð er á miklu flugi á Austurlandi og hér er að finna fjölbreytt úrval veitingastaða og framleiðenda sem vinna með staðbundin hráefni.
Matarmótið er hluti af glæsilegri dagskrá sem gerir matarmenningu og -framleiðslu Austurlands hátt undir höfði – allt undir yfirskriftinni Landsins gæði.
Hvar: Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum
Hvenær: Föstudaginn 21. október 2022
Verðskrá
Fyrirtæki með 1-3 starfsmenn greiða 12.000
Fyrirtæki með 4-10 starfsmenn greiða 30.000
Fyrirtæki með 11 starfsmann eða fleiri greiða 54.000
Samstarfsaðilar Austurlands fá 20% afslátt af þátttökugjaldi
Innifalið í verði: Aðstaða í Hótel Valaskjálf (dúkað borð (ca 1.80×80), rafmagn, merkingar, ráðgjöf við framsetningu vöru, fyrirlestrar og erindi).
Kvöldverður greiðist sérstaklega.
SKRÁNINGU LÝKUR 15. október
Nánari upplýsingar veita
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir ([email protected]) // 470 3871
Alda Marín Kristinsdóttir ([email protected]) // 470 3860