Óbyggðasetur

Óbyggðasetrið er einstakur staður þar sem boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu og fræðslu tengda óbyggðum Austurlands, heimilislegan veitingastað og gistingu í mögnuðu umhverfi.

Lifandi sýning Óbyggðasetursins um ævintýri óbyggðanna hefur hlotið fjölda viðurkenninga og hentar gestum á öllum aldri. Gestir fá leiðsögn um sýninguna sem er fjölbreytt og sjónræn, skemmtileg og fræðandi.

Auk sýningarinnar býður Óbyggðasetrið upp á ýmsa afþreyingu. Þar er meðal annars hægt að fara í fjölbreyttar gönguferðir, hestaferðir, stjörnuskoðun, prófa kláf og skoða eyðibýli. Til þess að toppa upplifunina er hægt að gista í bóndabæ frá miðri 20. öld og í fallegri baðstofu, hjónahúsi og í uppgerðu íbúðarhúsi frá 1940. Staðsetningin er einstök en setrið stendur innst í Norðurdal í Fljótsdal, við jaðar Vesturöræfa, þar sem víðáttur, náttúrufegurð og kyrrð bíða gesta í fallegu umhverfi.