Fulltrúi hjá Eimskip Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði
Eimskip leitar að þjónustuliprum og drífandi einstaklingi í framtíðarstarf á skrifstofu hjá Eimskip Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði.
Reglubundinn vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
- Skráning bókana fyrir inn- og útflutning
- Úrlausn þjónustubeiðna
- Reikningagerð og afstemmingar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð, hröð og nákvæm vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Talnagleggni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Menntun og / eða starfsreynsla sem nýtist í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Þór Sigurðarson, svæðisstjóri á Austurlandi, [email protected]. Eingöngu er tekið á móti umsóknum í gegnum ráðningarvef á heimasíðu, www.eimskip.is.
Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2020.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
Hreint sakavottorð og 18 ára aldur er skilyrði fyrir ráðningu hjá Eimskip.