Topp 5 gönguleiðir fyrir fjölskyldur
Á Austurlandi er fjölmargt í boði fyrir barnafólk og fjölskyldur að brasa saman. Hér eru topp 5 gönguleiðirnar sem henta fjölskyldum sérstaklega vel.
Helgustaðanáma
Silfurbergsnámuna í Helgustaðalandi er að finna á leiðinni frá Eskifirði til Vöðlavíkur og liggur göngustígur upp að henni. Hún er ein frægasta silfurbergsnáma í heimi. Þar var silfurberg numið úr jörðu frá 17. öld fram á fyrri hluta 20. aldar.
Helgustaðanáman er nú friðlýst sem náttúruvætti.
Helgustaðanáma í Reyðarfirði er heimsþekkt sem fyrsti staðurinn þar sem mjög hreinir, stórir og gagnsæir kalsítkristallar fundust. Danski vísindamaðurinn Erasmus Bartholinus var fyrstur til að lýsa óvenjulegum eiginleikum silfurbergsins árið 1669. Vísindamenn hófu brátt að kenna þetta áður óþekkta efni við Ísland, á ensku sem Iceland crystal, en frá um 1780 varð heitið Iceland spar ráðandi.
Sjá leið hér
Gilsárfoss
Gilsárfoss er ævintýralegur foss með helli og steinboga á bak við. Fossinn er skammt utan við þorpið í Fáskrúðsfirði.
Sjá leið hér.
Haukafell
Haukafell er mjög fjölskylduvænn staður á Mýrum, austan við Hornafjörð. Þar eru tjaldsvæði og merktar gönguleiðir.
Sjá leið hér.
Stapavík
Í Stapavík er frábær gönguleið fyrir fjölskyldur. Þar er gengið með fram fjöru og í henni er margt að sjá.
Sjá leið hér.
Hálsaskógur
Skammt frá Djúpavogi er lítill skógur sem heitir Hálsaskógur. Þar er skemmtileg gönguleið um svæðið.
Sjá leið hér.