https://austurland.is/kerfi/wp-content/uploads/2017/02/img-01.jpg

Austurland

Á Austurlandi eru lítil þorp, stórbrotin strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll. Nálægðin við náttúruna er mikil og landslagið er heillandi. Hér eru frábærir og fjölbreyttir möguleikar til útivistar, allt árið um kring. Hálendið er stórbrotið og útsýnisferðir meðfram ströndinni við jaðar Norður-Atlantshafsins eru ógleymanlegar.

Störf á Austurlandi

TÆKIFÆRIN Á AUSTURLANDI ERU FJÖLBREYTT

Hér birtast störf sem eru í boði á Austurlandi. Á Austurlandi búa um 10.300 manns í átta mismunandi sveitarfélögum. Stærsti bærinn er Egilsstaðir. Á Austurlandi er fjölskrúðugt menningarlíf, stórbrotin náttúra auk þess sem þar eru heimkynni hreindýra. Landslagið er mjög fjölbreytt og stutt er á Vatnajökul og hálendið. Kynntu þér störfin sem eru í boði hér á síðunni.

Ef þig langar að birta auglýsingu á www.austurland.is þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á austurland@austurland.is