Austurland

Á Austurlandi eru lítil þorp, stórbrotin strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll. Nálægðin við náttúruna er mikil og landslagið er heillandi. Hér eru frábærir og fjölbreyttir möguleikar til útivistar, allt árið um kring. Hálendið er stórbrotið og útsýnisferðir meðfram ströndinni við jaðar Norður-Atlantshafsins eru ógleymanlegar.

Svæðisskipulag Austurlands

Svæðisskipulag Austurlands leggur áherslu á að draga fram þá þætti sem eru til þess fallnir efla samfélagið á Austurlandi með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Upplýsingar um svæðið verði aðgengileg og settar fram með skýrum og verða birtar á þessari síðu www.austurland.is jafnóðum og þær verða tilbúnar. Svæðisskipulag Austurlands verður unnið með sjálfbærni til grundvallar við stefnumörkun í öllum málaflokkum.

Instagram