Verslunarmaður

Launafl óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf í verslun fyrirtækisins á Reyðarfirði. Verslunin er með- fjölbreytt vöruúrval eins og heimilstæki, verkfæri, gas, málningu, háþrístislöngur, fittings og margt fleira.

Góð laun eru í boði fyrir réttan aðila og tækifæri til starfsþróunar.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn verslunar- og lagerstörf
  • Samskipti við viðskiptavini
  • Innkaup og birgðastýring
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af verslunarstörfum er kostur
  • Iðnmenntun er kostur
  • Þekking á DK hugbúnaði er kostur
  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Ökuréttindi
  • Íslenskukunnátta

Við hvetjum alla áhugasama til þess að sækja um, óháð kyni.

Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.

Frekari upplýsingar veitir Ragnheiður I. Elmarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 414 9451.

Umsókn ásamt ferilskrá á að senda á [email protected] – umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022.

Launafl er iðnfyrirtæki í Fjarðabyggð með fjölbreytta starfsemi í flestum greinuum sem lúta að iðnaði.

Í fyrirtækinu er skemmtilegur starfsandi og öflug starfsmannafélag.

Launafl ehf – www.launafl.is – sími 414 9400.