Lógó og útlit BRAS

Árin 2016 – 2020 bjó Svavar Pétur í Berufirði, á bænum Karlsstöðum, ásamt eiginkonu og þremur börnum þeirra. Svavar og Berglind komu með ferska strauma í Berufjörðinn og á Austurlandið, þau opnuðu veitingastað, gistingu og tónleikahús, auk þess sem þau sinntu um tíma lífrænni ræktun og matargerð. Svavar Pétur var mjög listrænn og hafði gaman af því að taka að sér alls konar ný og skemmtilega verkefni. Þegar BRASið var búið til árið 2018 var Svavar fenginn til að hanna lógó og umgjörð fyrir hátíðina og erum við enn að nota hönnun hans í BRASinu.

Svavar var einstakur lífskúnstner og drengur góður, en lést langt um aldur fram, aðeins 45 ára að aldri. Hann lifir áfram í gegnum fjölbreytta listsköpun sína og viljum við í BRASinu þakka honum fyrir hans framlag.