Sjóminjasafn Austurlands

Í Sjóminjasafni Austurlands má sjá muni sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er staðsett í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem byggt var 1816.

Deila

Gamla-Búð var upphaflega verslunarhús Örum og Wulff á Eskifirði. Árið keypti Carl D. Tulinius verslunina og seinna ráku afkomendur hans fyrirtækið sem var starfrækt til 1912. Á þeim tíma var byggt nýtt verslunarhús og við það hlaut eldra húsið nafnið Gamla-Búð, og hefur það haldist alla tíð síðan. Húsið hefur þjónað margvíslegum hlutverkum í bæjarfélaginu, eftir að verslunin var flutt, fyrst sem pakkhús og síðar fiskgeymsla, veiðarfærageymsla, o.fl. Endurbygging Gömlu-Búðar hófst árið 1968 og var húsið þá flutt ofar í lóðina til þess að rýma fyrir vegaframkvæmdum og árið 1983 var verkinu lokið.  Þá var búið að ákveða stofnun Sjóminjasafns á Eskifirði og var því komið fyrir í húsinu. Safnið var opnað almenningi þann 4. júní 1983.

Safnið þykir einstaklega skemmtilega framsett, fjölbreytt og fróðlegt heim að sækja. Það er á tveimur hæðum. Utandyra eru einnig nokkrir gamlir hlutir sem áhugavert er að skoða. Randulffssjóhús sem er einnig í eigu safnsins er eitt af best þekktum kennileitum í útbæ Eskifjarðar. Þar er rekinn veitingastaður og segja má að sjóhúsið sé safn í sjálfu sér en þar er að sjá margskonar muni sem tilheyra sjósókn ásamt því að í húsinu er ein best varðveitta verbúð á landinu.