
Oddsskarð
Oddskarð er við þjóðveg nr. 92 og er ekið upp frá Eskifirði. Á svæðinu eru þrjár lyftur og fjöldi möguleika í leiðavali. Á svæðinu er gönguskíðabraut sem er er í stöðugri þróun. Útsýnið af Magnúsartindi er stórfenglegt. yfir svæðið og út á hafið. Hægt að skíða frá utanbrautar frá Magnúsartindi og niður að sjó í Eskifirði.
Á vef Oddsskarðs finnur þú upplýsingar um opnunartíma, skíða og brettaleigu og margt fleira

Aðstaða
Neðri diskalyftan er 658 metra löng. Efri diskalyftan er 505 metra löng.
Skíða- og snjóbrettaleiga er á svæðinu og skáli með nestisaðstöðu og veitingasölu.

Æfingar og námskeið
Skíðafélag Fjarðabyggðar (SFF) og Brettafélag Fjarðabyggðar (BFF) standa fyrir skíða- og snjóbrettaæfingum og halda að jafnaði 1-3 mót á hverju ári. Einnig er starfræktur Stubbaskóli Jennýjar (af einkaaðilum) fyrir börn til 5 ára aldurs sem eru að byrja á skíðum. Einnig er reglulega staðið fyrir gönguskíða og fjallaskíðanámskeiðum.
Sameiginlegar rútuferðir af fjörðunum á æfingar

Um að vera
Á Páskafjöri er sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess að njóta útiverunnar á skíðum er margt annað í boði, tónleikar og aðrir viðburðir.
Austurland Freeride Festival – Fjallaskíða/brettahátíð verður haldin í Fjarðabyggð dagana 4.-7.mars 2021. Þar verður byrjendanámskeið á fjallaskíðum og splitboards, fjallaskíðaferðir, kvöldvökur og fleira.