Menningarstofa Fjarðabyggðar

Menningarstofa Fjarðabyggðar var sett á laggirnar árið 2017. Hlutverk Menningarstofu er að styðja við og efla menningu, listir og skapandi starf í Fjarðabyggð á breiðum grundvelli.

Menningarstofa er vöktunaraðili menningarumhverfis í Fjarðabyggð og leggur áherslu á að tryggja aðgengi íbúa svæðisins að menningu og listum. Menningarstofa Fjarðabyggðar er tengiliður við grasrótarsamtök á sviði menningar sem og leik-, grunn- og tónlistarskóla, safna og annarra stofnana sveitarfélagsins sem og við fagaðila úr skapandi greinum. Menningarstofa vinnur markvisst að menningaruppeldi barna og ungmenna með auknu aðgengi að skapandi námi, listsköpun og fræðslu. Menningarstofa stendur reglulega fyrir námskeiðum og viðburðum. Menningarstofa sér um skipulag og framkvæmd listahátíðar Fjarðabyggðar, Innsævi, sem haldin er á tveggja ára fresti.

Árið 2020 tók Menningarstofa Fjarðabyggðar við samningnum um tónlistaruppbyggingu á Austurlandi og heldur utan um verkefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands og tónlistartengda viðburði. Innan veggja Menningarstofu býr mikil þekking á íslensku tónlistarlífi og starfsfólk sinnir ríkulega þeirri skyldu sinni að vinna að nýjum verkefnum á tónlistarsviðinu sem og öðrum sviðum menningarlífsins. Menningarstofa Fjarðabyggðar leggur mikið upp úr góðu samstarfi við þá sem koma að menningarstarfi á Austurlandi og styður vel við skipulag, kynningu og framkvæmd menningarviðburða.

Meðal helstu verkefna

  • Menningar- og listviðburðir
  • Samstarf við listafólk og fagaðila á sviði menningar
  • Fræðsla og þróunarstarf með börnum og fullorðnum
  • Stuðningur við grasrótina og almenning
  • Samstarf við skóla og menningarstofnanir í Fjarðabyggð