Matarmót Austurlands 2025

Á Matarmót Austurlands sem haldið var 15. nóvember 2025 mættu um 1.000 gestir – tæplega 10% allra Austfirðinga! Það hefur fest sig í sessi sem einn stærsti og vinsælasti viðburður landshlutans en um 30 sýnendur tóku þátt. Margir þeirra sögðu söluna hafa verið enn betri en í fyrra og stemningin var frábær allan daginn.

Fimm kokkanemar úr Hótel- og veitingaskólanum unnu með matvælaframleiðendum á svæðinu – Móður jörð, Félagsbúinu Lindarbrekku, Goðaborg og Síldarvinnslunni – og töfruðu fram skapandi og bragðgóða rétti undir leiðsögn heimakokkanna Ægis Friðrikssonar, Ólafs Ágústssonar og Sigrúnar Sólar Agnarsdóttur.

Nýir framleiðendur létu sjá sig, lýstu mikilli ánægju með þátttökuna og ætla að koma aftur að ári. Nú þegar eru komnar fram metnaðarfullar hugmyndir fyrir næsta Matarmót og við hlökkum til!

 

Hér er linkur á myndir frá Matarmótinu, smelltu hér

Glæsilegt málþing !

Matarmót Austurlands hófst með málþingi í Sláturhúsinu. Mjög áhugaverðir fyrirlesarar og góðar umræður á eftir.

Góður, hreinn og sanngjarn matur

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food áÍslandi, fjallar um mikilvægi þess að innleiða hæglætishugmyndafræðina í alla matvælakeðjuna – góður, hreinn og sanngjarn matur. Með því að líta á keðjuna í heild sinni getum við stytt aðfangaleiðir, tryggt frumframleiðendum sanngjarnt verð og skapað einstaka matarupplifun fyrir heimamenn og gesti. Dóra ræðir hvernig þessi nálgun stuðlar að sjálfbærni, styrkir samfélagið og gerir austfirskar krásir að ógleymanlegri upplifun.

Býflugnarækt á Íslandi – áskoranir og tækifæri

Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, býflugnabóndi á Austurlandi, segir frá áhuga sínum á býrækt og hvernig hugmyndin að framleiðslu hunangs á Austurlandi kviknaði.
Hún fjallar um býrækt á Íslandi og áskoranir í íslensku veðurfar

Lífsstílsbóndinn

Harriet Olafsdóttir frá Gørðum er ungur sauðfjárbóndi af sjöttu kynslóð frá litla þorpinu Æðuvík í Færeyjum. Hún hefur breytt búinu sínu í fyrirtæki sem selur máltíðir í stað kjöts, varning þar sem      kindurnar hennar eru fyrirsætur, gistingu og kynnisferðir. Hún sinnir svoað sjálfsögðu allri þeirri daglegu vinnu sem fylgir búskap, s.s. sauðfjárhaldi og ræktun kartaflna, rabbarbara og annarra grænmetistegunda. Þegar Harriet tók við búinu fyrir sjö árum var markmiðið að snúa rekstri í mínus við og breyta í arðbært fyrirtæki svo hún og fjölskylda hennar gætu lifað af búskapnum. Fyrirtækið stækkar með hverju ári og er í dag frekar lífsstíll en hefðbundið starf.

Lífrænn sauðfjárbúskapur

Hjónin Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru bændurí Sölvanesi þar sem þau stunda
lífrænan sauðfjárbúskap. Þau segja frá búskapnum og hvernig þau hámarka virði fjárins í gegnum
lífræna ræktun.

Smáspunaverksmiðjan Uppspuni – að horfa út fyrir kassann

Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum, segir frá tilurð Uppspuna og hvernig þau hjónin
hafa aukið nýtingu afurða sauðkindarinnar og hvernig það hefur styrkt afkomuna af sauðfjárbúskapnum.

Auðgandi landbúnaður – tækifæri til framtíðar

Eiginmaður Huldu, Tyrfingur Sveinsson,fjallar um hvernig auðgandi landbúnaður
styður við lífríki jarðvegs og bætir þær plöntur sem í honum vaxa, sem síðan auka heilbrigði dýranna sem éta plönturnar og heilbrigði þeirra sem neyta dýraafurðanna.

Secret Link