Matarmót Matarauðs Austurlands og Auðs Austurlands.

Landsins gæði – austfirsk hráefni er þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands heldur þann 9. nóvember næstkomandi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Á Matarmóti kynna austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum og gangandi að bragða á, allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts og annars lostætis. Í ár býðst einnig framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, að kynna sína vöru.

Matarmótið er að venju ætlað sem stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Í ár verður hluti Matarmótsins opinn og almenningi gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu landshlutans.

Hvort sem þú ert veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Það er opið fyrir skráningu framleiðenda hér

 

Dagskrá

í vinnslu

 

Austurland’s food conference, Matarmót, will be held on November 9th in Sláturhúsið in Egilsstaðir. This year‘s focus is on East Iceland‘s natural and/or wild ingredients and food resources.

This is the opportunity to attend interesting seminars, meet local food producers, get introduced to their products, and have a taste.

Whether you represent a restaurant or retail, want to start production or are an enthusiast of East Iceland’s food culture, this event is for you.

Registration is required and the link is here

Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.

The event is sponsored by the Ministry of the Environment, Energy and Climate and Sóknaráætlun Austurlands.