Matarmót Austurlands.

Landsins gæði – austfirsk hráefni var þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands hélt 15. nóvember í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Á Matarmóti kynntu austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og buðu gestum og gangandi að bragða á, allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts og annars lostætis. Það árið gafst einnig framleiðendum sem nýttu austfirskt hráefni, annað en matvæli, kostur á að kynna sína vöru.

Matarmótið var að venju ætlað sem stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Hluti Matarmótsins var opinn og almenningi gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu landshlutans. Opnað hafði verið fyrir skráningar og var hægt að skrá sig hér.

Auk þess var sem fyrr málþing í tengslum við Matarmótið og mátti finna dagskrá hér fyrir neðan.

Hvort sem viðkomandi var veitinga- eða söluaðili, langaði að hefja framleiðslu eða var áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá var þetta viðburður fyrir hana.

Austurland’s food conference, Matarmót, was held on November 15th in Sláturhúsið in Egilsstaðir. That year’s focus was on East Iceland’s natural and/or wild ingredients and food resources.

This was an opportunity to attend interesting seminars, meet local food producers, get introduced to their products, and have a taste. Registration had opened, and participants could sign up here.

A conference was held in connection with the Food Festival.

Whether participants represented a restaurant or retail, wanted to start production, or were enthusiasts of East Iceland’s food culture, this event was for them.

 

Dagskrá

Við erum byrjuð að plana Matarmót Austurlands 2026 !

 

Program

We have already started planning the  East Iceland Food Festival 2026!

Hvað er Matarmót?

Viðburður þar sem austfirskir framleiðendur koma saman til að kynna og selja vörur sínar sem þeir framleiða úr austfirsku hráefni.

Fyrir hverja?

Alla sem hafa áhuga á mat, austfirsku hráefni og matvælaframleiðslu.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Matarmót Austurlands eru orðin af einum stærsta viðburði Austurlands og síðustu mót hafa verið afar vel sótt.

Á Matarmót Austurlands 2025 mættu um 1.000 gestir – tæplega 10% allra Austfirðinga! Það hefur fest sig í sessi sem einn stærsti og vinsælasti viðburður landshlutans en um 30 sýnendur tóku þátt. Margir þeirra sögðu söluna hafa verið enn betri en í fyrra og stemningin var frábær allan daginn.

 

Viðburðurinn er styrktur af Sóknaráætlun Austurlands.

The event is sponsored by Sóknaráætlun Austurlands.