Matarmót Austurlands.

Landsins gæði – austfirsk hráefni er þema Matarmóts sem Matarauður Austurlands heldur þann 15. nóvember næstkomandi í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Á Matarmóti kynna austfirskir matvælaframleiðendur vörur sínar og bjóða gestum og gangandi að bragða á, allt frá sælgæti og sultum til þurrkaðs ærkjöts og annars lostætis. Í ár býðst einnig framleiðendum sem nýta austfirskt hráefni, annað en matvæli, að kynna sína vöru.

Matarmótið er að venju ætlað sem stefnumót framleiðenda og kaupenda til að koma á tengslum og stofna til nýrra viðskiptasambanda. Í ár verður hluti Matarmótsins opinn og almenningi gefinn kostur á að kynna sér framleiðslu landshlutans. Nú hefur verið opnað fyrir skráningar og er hægt að skrá sig hér

Auk þess verður sem fyrr málþing í tengslum við Matarmótið og má finna dagskrá hér fyrir neðan.

Hvort sem þú ert veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin

Austurland’s food conference, Matarmót, will be held on November 15th in Sláturhúsið in Egilsstaðir. This year‘s focus is on East Iceland‘s natural and/or wild ingredients and food resources.

This is the opportunity to attend interesting seminars, meet local food producers, get introduced to their products, and have a taste. Registration is now open, and you can sign up here.

A conference will be held in connection with the Food Festival..

Whether you represent a restaurant or retail, want to start production or are an enthusiast of East Iceland’s food culture, this event is for you.

 

Free entry and open for everyone

Dagskrá

Matarmót Austurlands hefst með málþingi í Sláturhúsinu. Málþing hefst klukkan 10:00 og er lokið klukkan 12:30.

Matarmót hefst klukkan 14:00 og er hús opið til klukkan 17:00

 

Program

The East Iceland Food Festival begins with a seminar at Sláturhúsið.
The seminar starts at 10:00 and ends at 12:00.

The Food Festival itself starts at 14:00, and the venue will be open until 17:00.

Lífsstílsbóndinn

Harriet Olafsdóttir frá Gørðum erungur sauðfjárbóndi af sjöttu kynslóð frá litla þorpinu Æðuvík í Færeyjum. Hún hefur breytt búinu sínu í fyrirtæki sem selur máltíðir í stað kjöts, varning þar sem      kindurnar hennar eru fyrirsætur, gistingu og kynnisferðir. Hún sinnir svoað sjálfsögðu allri þeirri daglegu vinnu sem fylgir búskap, s.s. sauðfjárhaldi og ræktun kartaflna, rabbarbara og annarra grænmetistegunda. Þegar Harriet tók við búinu fyrir sjö árum var markmiðið að snúa rekstri í mínus við og breyta í arðbært fyrirtæki svo hún og fjölskylda hennar gætu lifað af búskapnum. Fyrirtækið stækkar með hverju ári og er í dag frekar lífsstíll en hefðbundið starf.

 

 

 

 

Góður, hreinn og sanngjarn matur

Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari, kennari og formaður Slow Food áÍslandi, fjallar um mikilvægi þess að innleiða hæglætishugmyndafræðina í alla matvælakeðjuna – góður, hreinn og sanngjarn matur. Með því að líta á keðjuna í heild sinni getum við stytt aðfangaleiðir, tryggt frumframleiðendum sanngjarnt verð og skapað einstaka matarupplifun fyrir heimamenn og gesti. Dóra ræðir hvernig þessi nálgun stuðlar að sjálfbærni, styrkir samfélagið og gerir austfirskar krásir að ógleymanlegri upplifun.

Býflugnarækt á Íslandi – áskoranir og tækifæri

Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir, býflugnabóndi á Austurlandi, segir frá áhuga sínum á býrækt og hvernig hugmyndin að framleiðslu hunangs á Austurlandi kviknaði.
Hún fjallar um býrækt á Íslandi og áskoranir í íslensku veðurfari

Lífrænn sauðfjárbúskapur

Hjónin Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson eru bændurí Sölvanesi þar sem þau stunda
lífrænan sauðfjárbúskap. Þau segja frá búskapnum og hvernig þau hámarka virði fjárins í gegnum
lífræna ræktun.

Smáspunaverksmiðjan Uppspuni – að horfa út fyrir kassann

Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi á Tyrfingsstöðum, segir frá tilurð Uppspuna og hvernig þau hjónin
hafa aukið nýtingu afurða sauðkindarinnar og hvernig það hefur styrkt afkomuna af sauðfjárbúskapnum.

Auðgandi landbúnaður – tækifæri til framtíðar

Eiginmaður Huldu, Tyrfingur Sveinsson,fjallar um hvernig auðgandi landbúnaður
styður við lífríki jarðvegs og bætir þær plöntur sem í honum vaxa, sem síðan auka heilbrigði dýranna sem éta plönturnar og heilbrigði þeirra sem neyta dýraafurðanna.

Hvað er Matarmót?

Viðburður þar sem 30 framleiðendur koma saman til að kynna og selja vörur sínar sem þeir framleiða úr austfirsku hráefni.

Fyrir hverja?

Alla sem hafa áhuga á mat, austfirsku hráefni og matvælaframleiðslu.

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Matarmótið 2024 var með veglegasta móti, mikið af áhugaverðum gestum og um 900 manns mættu í Sláturhúsið og kynntu sér austfirska matargerð.

 

Viðburðurinn er styrktur af Sóknaráætlun Austurlands.

The event is sponsored by Sóknaráætlun Austurlands.