Laus störf við Fellaskóla

Staða aðstoðarskólastjóra
Um er að ræða 100% starf þar sem kennsla er um helmingur starfsins. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri skipta að miklu leyti með sér verkum en aðstoðarskólastjóri hefur meðal annars umsjón með mötuneyti og lengdri viðveru. Kennsluréttindi í grunnskóla er skilyrði og reynsla af stjórnun og/eða framhaldsnám tengt henni er æskileg.

Staða deildarstjóra sérkennslu
Æskilegt starfshlutfall er 100% þar sem sérkennsla er um helmingur starfsins. Starfið felst í skipulagningu á framkvæmd sérkennslu og stuðningsúrræða innan skólans og er deildarstjóri næsti yfirmaður sérkennara og stuðningsfulltrúa. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfinu er nauðsynleg og stjórnunarreynsla er æskileg.

Kennarastöður
Auglýst er eftir íþrótta- og sundkennara í rúmlega 90% starf næsta skólaár vegna fæðingarorlofs og kennara í textílmenntí rúmlega þriðjungsstarf.

Nánari upplýsingar um Fellaskóla og störf þar veitir Sverrir Gestsson, skólastjóri í síma: 4700-640 og 822-1748 og einnig á netfanginu [email protected]. Upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.fell.is.