Matarmót Matarauðs Austurlands

1. October, 2021

Matarmót Matarauðs Austurlands
Föstudaginn 1. október kl. 13:30-17:00
Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum

Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá 13:30 – 17:00. Þar munu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og í boði verður smakk auk þess sem nokkrir örfyrirlestrar fara fram.

Hvort sem þu ert þú veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Mikilvægt er að bæði matvælaframleiðendur og og gestir (sölu- og veitingaaðilar og áhugafólk um matarmenningu) skrái sig á viðburðinn. Frekari upplýsingar eru á slóðunum hér til hliðar.