
Ævintýri utanbrautar á gönguskíðum
Nú þegar snjó hefur fest í fjöllum þá er um að gera að dáðst að fegurð snæviþakinna fjallanna og láta hugann reika um hlíðarnar og fjallstoppanna, og sjá hvernig umhverfið tekur á sig nýja mynd í vetrarklæðunum. Tilefni til vetrarferðamennsku hér á landi hefur sjaldan haft eins mikla möguleika og nú, enda ekki mikið tilefni til ferða erlendis.

Draumsýn í snæviþöktu fannfergi á leið í Stórurð. Ljósmynd: Árni Magnús Magnusson
Vetrar- eða sumarparadís?
Fáir staðir landsins eru eins þekktir fyrir slíka sumarfegurð en Borgarfjörður eystri, en fegurðina er ekki eingöngu hægt að binda við sumartíman. Engu síðra að koma í fjörðinn þegar veturkonungur hefur dreift úr sér yfir fjallahringinn sem umlykur fjörðinn.

Horft af Hamri yfir Bakkagerðisþorp með Dyrjfjöllin glæst í bakgrunni. Ljósmynd: Árni Magnús Magnusson
Það er því ekki úr vegi að vekja athygli á þeirri vetrarparadís sem Borgarfjörður eystri hefur að fela yfir köldustu mánuði ársins, þegar fjöllin skipta um búning og klæðast hvítri skikkju vetrarins.

Vetrarferðamennskan undir Dyrfjöllunum
Utanbrautargönguskíðin eru þá kjörinn búnaður til hafa meðferðis ef haldið er á Borgarfjörð, þar sem stutt er í fjöllin og náttúruna.
Fjallakofinn Ævintýraferðir hafa nú til sölu utanbrautargönguskíðaferð sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ferðin ber heitið “Ævintýri undir Dyrfjöllunum” og eru 3 dagsetningar í boði, 19.-21. mars, 26.-28. mars og síðast en ekki síst, 9.-11. apríl.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér.