VÖK – Ylströndin verður opnuð 2019

Baðstaður við Urriðavatn á Fljótsdalshéraði verður opnaður í júní 2019 ef allt gengur að óskum. Vonast er til að tugir þúsunda gesta sæki staðinn árlega sem efla muni atvinnulíf á Fljótsdalshéraði.

Verkefnið hlaut heitið „Vök Baths“ og var kynnt á dögunum. Heitið er sótt í vakir sem mynduðust á Urriðavatni sem urðu tilefni í þjóðsögur og síðar þess að látið var á það reyna að bora þar eftir heitu vatni á svæði sem áður var talið kalt með góðum árangri.

Ívar Ingimarsson, Hilmar Gunnlaugsson og Hafliði Hafliðason hafa farið fyrir verkefninu fyrir hönd heimamanna þótt hugmyndin hafi upphaflega orðið til hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem nýtir Urriðavatnssvæðið.

Teikningar að baðhúsi Vakar voru kynntar á dögunum en sömu arkitektar eru að baki henni og Bláa lóninu. Gert er ráð fyrir að nota efni af svæðinu, panel innan úr Fljótsdal og einingar frá verksmiðju VHE í Fellabæ.

 

Nánar er sagt frá þessu í nýjasta tölublaði Austurlands og á vef RÚV.

Deila