Tjáning án tungumáls

BRAS 2019
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í annað sinn á Austurlandi haustið 2019. Að þessu sinni var þema hátíðarinnar Tjáning án tungumáls og eru einkunnarorð hátíðarinnar Þora! Vera! Gera! Í því felst að börn á Austurlandi eru hvött til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Aðferðir myndlistar, tónlistar, dans og sirkuss mörkuðu leið til tjáningar, samveru og fjölbreyttrar skapandi vinnu.

Fjölbreyttir viðburðir og listsmiðjur voru á dagskrá BRAS í ár. Ljómyndin er frá listsmiðjunni krakkar prenta sem haldin var í Tækniminjasafni Austurlands en þar fengu þátttakendur að kynnast grunnaðferðum lágprentunar.

Dagskrá BRAS 2019
Dagskráin var mjög metnaðarfull og teljum við að okkur hafi tekist vel til í ár. Hápunktur BRAS fór fram þann 14. september en þá var fjölskyldum á Austurlandi boðið uppá frábæran listviðburð sem fram fór í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Þar sýndi sirkusfólk frá Sirkusi Íslands, afurðir ýmis konar BRAS-vinnu voru til sýnis, haldið var diskótek og margt fleira. Húsfyllir var í íþróttamiðstöðinni og fóru mætingin og framkvæmd hátíðarinnar fram úr björtustu vonum. Gaman er að segja frá því að menntaskólanemendur og elstu nemendur grunnskóla, sem valið höfðu að taka þátt í sirkussmiðju BRAS sem fór fram á Reyðarfirði, opnuðu sýninguna og var gerður góður rómur að. BRAS og List fyrir alla stóðu saman að því að fá Sirkus Íslands austur og bauð List fyrir alla öllum grunnskólabörnum á Austurlandi upp á sirkussýningu á skólatíma. Þessu til viðbótar stóðu menningarmiðstöðvarnar þrjár fyrir myndarlegri dagskrá. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, bauð upp á verkefnið Íslensk alþýðulist – Listsmiðja, Tónlistarmiðstöð Austurlands skipulagði verkefnið Upptaktinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna í samvinnu við Upptaktinn í Reykjavík. Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vann fræðsluverkefni út frá sýningunni Sunnifa – því ég var eins eftir sem fyrr undir hans valdi, auk margra fleiri spennandi og skapandi verkefna.

Fræðsluverkefni menningarmiðstöðvanna

Upptakturinn á Austurlandi
Áhersluverkefni Tónlistarmiðstöðvarinnar snéri að tjáningu í gegnum tónlist. Unnið var markvisst að því að hvetja börn til dáða í tónsköpun og var því fylgt eftir með vinnusmiðjum undir leiðsögn fagfólks. Verkefnið var unnið í samstarfi við Upptaktinn, tónsköpunarverðlaun barna í 5.-10. bekk.

Ljósmynd af þátttakendum í Upptaktinum 2019.Markmið verkefnisins er að leyfa börnum á Austurlandi að finna að þau geti tjáð sig gegnum tónlist og að þau hafi rödd sem hlustað sé á. Að styðja börn á Austurlandi í að tjá sig með tónlistarsköpun og að gefa börnum á Austurlandi tækifæri til að fá leiðsögn frá austfirsku fagfólki í tónlist og taka þátt í vinnustofu og tónleikum með fagfólki í Reykjavík.

Íslensk Alþýðulist
Skaftfell menningarmiðstöð býður upp á farandlistsmiðju þar sem nemendur fá tækifæri til að fræðast um íslenska alþýðulist og alþýðulistamenn og vinna síðan verkefni í kjölfarið. Leiðbeinandi á vegum Skaftfells mun ferðast í alla skóla Austurlands og verður öllum nemendum á miðstigi boðin þátttaka.

Leikskólabörn taka þátt í hreyfi og danssmiðju í Herðubreið á SeyðisfirðiLeiðbeinandi smiðjunnar var Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona og listkennari barna í Myndlistaskóla Reykjavíkur en hún starfar einnig í Finnlandi. Guðrún Hrönn þróaði verkefnið. Markmiðið var að búa til stuttar listsmiðjur á forsendum myndlistar og kynna fyrir nemendum með ólíkum hætti hina fjölmörgu snertifleti myndlistar.

Sunnifa
Sláturhúsið menningarsetur býður uppá fræðsluverkefni sem byggir á annarri af tveimur sumarsýningum Sláturhússins 2019. Í sýningunni er sögð saga Sunnefu Jónsdóttur frá Geitavík í Borgarfirði sem skoða má sem óleyst sakamál frá 18. öld, en einnig sem óvenju spennandi sagnfræðisýningu og sem #metoo sögu.

Sunnifa „því ég var eins eftir sem fyrr undir hans valdi“Fræðsluverkefnið byggði á annarri af tveimur sumarsýningum Sláturhússins 2019 en hún bauð upp á fjölda nálgana þegar koma að því að vinna úr þeim þemum og hugmyndum sem í henni búa.

Fjölbreytt dagskrá í skólum fjórðungsins
Fyrir utan dagskrá opinna viðburða var fjölbreytt dagskrá í skólum fjórðungsins. Um allt Austurland voru áhugaverðar smiðjur og viðburðir fyrir alla aldurshópa. Þjóðleikhúsið flakkaði um fjórðunginn með leiksýningarnar Ómar Orðabelg, Velkomin heim og Ég get. Leikhópurinn Flækja ferðaðist um Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð með sýninguna “Það og Hvað”. Gunnar Ben úr Skálmöld var með tónlistarsmiðjur fyrir nemendur í 5.–10. bekk en þær voru fyrsti hluti fræðsluverkefnis Tónlistarmiðstöðvar. Skaftfell menningarmiðstöð bauð upp á fræðsluverkefni um alþýðulist og Sláturhúsið menningarsetur bauð nemendum á öllum aldri í heimsókn á sýninguna Sunnifa „Því ég var eftir sem fyrr undir hans valdi“.

Leikskólabörn taka þátt í hreyfi og danssmiðju í Herðubreið á SeyðisfirðiLjósmynd frá hreyfi og danssmiðju Zdenku sem leikskólabörn á Seyðisfirði tóku þátt í.