Viltu vera góður gestgjafi ferðamanna á Seyðisfirði?

Tjaldsvæðið á Seyðisfirði
Seyðisfjarðarkaupstaður leitar að metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingi til að sinna daglegum
verkefnum tjaldsvæðisins á Seyðisfirði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 01.06.2020.

Starfið hentar öllum kynjum.
Í starfinu felst:
• Dagleg verkefni þ.m.t. almenn þrif, sala varnings og annað tilfallandi.
• Upplýsingagjöf til ferðamanna, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagaðila.
• Eftirlit með öryggi gesta.
• Eftirlit og eftirfylgni með góðri og jákvæðri ásýnd tjaldsvæðis og tjaldsvæðahúss.
• Innheimta vegna dvalar gesta á tjaldsvæðinu.
• Ýmis verkefni í samstarfi við yfirmann og samstarfsfólk.

Hæfniskröfur:
• Frumkvæði, snyrtimennska og sjálfstæð vinnubrögð.
• Þekking á ferðaþjónustu, með sérstaka áherslu á Seyðisfjörð og Austurland.
• Góð tungumálakunnátta.
• Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund.
• Reynsla er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið:
• Laun eru samkvæmt samningi sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
• Starfshlutfall 100%, vaktavinna.
• Ráðningarform: Tímabundin ráðning.
• Umsóknarfrestur 01.03.2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína Brá Árnadóttir í síma 470-2308
og á tölvupósti [email protected] eða Filippo Trivero, í síma 624-1075 // email [email protected]

Deila