
Viltu bætast í starfsmannahóp HEF veitna?
EF veitur óskar eftir að ráða starfsfólk á starfsstöðvar okkar á Seyðisfirði og í Fellabæ
Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2025. Umsókn fylgi starfsferilskrá og kynningarbréf með ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öll áhugasöm, óháð kyni, eru hvött til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir framkvæmdastjóri, ([email protected]) – s. 8624180. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum.
Seyðisfjörður
Umsjón og daglegur rekstur fjarvarmaveitu HEF á Seyðisfirði ásamt öðrum verkefnum tengdum starfsemi okkar í Múlaþingi öllu.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Daglegur rekstur fjarvarmaveitu á Seyðisfirði.
- Viðhald og eftirlit með dreifikerfi, dælu- og hreinsistöðvum.
- Vinna við nýlagnir, endurnýjun, viðhald og rekstur allra veitukerfa fyrirtækisins.
Hæfni og þekking:
- Iðn- og/eða tæknimenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla og þekking á vinnu við rafmagn og pípulagnir æskileg.
- Tölvukunnátta nauðsynleg.
- Sækja um starf
Fellabær
Iðnaðarmaður á starfsstöð okkar í Fellabæ. Starfssvæði er allt Múlaþing.
Helstu verkefni:
- Viðhald dreifikerfis og dælu- og hreinsistöðva.
- Nýlagnir og endurnýjun veitukerfa.
- Afleysing / þátttaka í verkstjórn.
Hæfni og þekking:
- Sveinspróf í pípulögnum, vélvirkjun, vélstjóramenntun eða sambærilegt æskilegt
Fellabær
Aðstoðarfólk í framtíðar- eða sumarstörf.
Helstu verkefni:
- Aðstoð við iðnaðarmenn í fjölbreyttum verkum.
- Sækja um starf