Vilt þú vinna á líflegum vinnustað?

Vilt þú vinna á líflegum vinnustað?

N1 Egilsstöðum óskar eftir kraftmiklum og þjónustulunduðum liðsfélögum til sumarstarfa. Um er að ræða starfsfólk í almenna afgreiðslu, aðstoð í eldhúsi og uppvask.

Þjónustustöðin okkar er fjörugur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.

Við leitum að þjónustufúsu fólki sem er lipurt í mannlegum samskiptum.

  • Stundvísi, reglusemi, snyrtimennska og kurteisi eru skilyrði.
  • Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur ásamt góðri íslenskukunnáttu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórlaug Alda Gunnarsdóttir stöðvarstjóri í síma 440 1450 eða [email protected]

Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt Egilsstaðir