Viðskiptafræðingur á Austurlandi

Við erum að ráða!

Deloitte á Austurland leitar að öflugum og drífandi viðskiptafræðingi í spennandi go krefjandi starf á endurskoðunarsviði. Við leitum að einstaklingi sem hugsar í lausnum, getur unnið sjálfstætt, er drífandi og vill hafa áhrif

Í starfi þínu hjá Deloitte gæti hefðbundinn vinnudagur litið svona út:

 • Þú vinnur sem hluti af teymi metnarðarfullra einstaklinga
 • Þú vinnur að fjölbreyttum verkefnum í endurskoðun og reikningshaldi
 • Þú vinnur að gerð ársreikninga og framtala fyrir viðskiptavini
 • Þú styður við markaðssókn og fylgist með spennandi tækifærum
 • Alla jafna vinnur þú á skrifstofu Deloitte en vinnustaður dagsins fer þó eftir tegund verkefna og þeim viðskiptavin sem unnið er fyrir hvrju sinni
 • Þú fylgist með þróun og tækninýjungum á þínu sviði
 • Þú nýtir þér námskeið á vegum Deloitte og samstarfsaðila til að auka færni þína og þekkingu
 • Þú vinnur undir handleiðslu reyndra ndurskoðanda og sérfræðinga

Um teymið

Teymið samanstendur af fjölbreyttum hópi starfsfólks sem staðsett er á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Höfn. Teymið vinnur náið saman og styður hvert annað til að þroskast og þróast í starfi. Svo höfum við auðvitað gaman af því að fagna saman stórum sem smáum áföngum.

En nóg um okkur, tölum um þig

 • Við leitum að metnaðarfullum aðila með brennandi áhuga á reikningshaldi og endurskoðun.
 • Bakgrunnur þinn og reynsla
 • Reynsla af bókhaldi og ársreikningagerð er kostur
 • BS gráða í viðskikptafræði eða tengdum greinum skilyrði
 • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð
 • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund
 • Löngun til að skapa frábæra upplifun fyrir alla viðskiptavini
 • Áhugi á sjálfvirknivæðingu ferla og verkefna
 • Gott vald á íslensku og ensku

Starfsþróun þín

Við trúum því að það sé ávallt rými til að læra. Þú lærir mikið af þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum atvinnugreinum, þú fylgist vel með á þínu fagsviði og við að sama skapi styðjum við þinn vöxt með símenntunartækifærum.

Að auki bjóðum við uppá

 • Sveigjanlegan vinnutíma með tækifærum til heimavinnu
 • Regluleg check-in samtöl og mentor sem kemur þér inn í starfið
 • Líkamsræktarstyr
 • Virkt starfsmannafélga
 • Og fleira og fleira

Um Deloitte, fólkið okkar og menningu

Deloitte er stærsta ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki heims, með um 345.000 starfsmenn í yfir 150 löndum. Hjá Deloitte á Íslandi starfa um 260 starfsmenn, allt sérfræðingar á sínum sviðum, þar á meðal endurskoðun, tækniráðgjöf, fjármálaráðgjöf, áhætturáðgjöf, skatta- og lögfræðiráðgjöf og viðskiptalausnum.

Vilt þú hafa áhrif? Hjá Deloitte skiptir þitt framlag máli því saman, sem ein heild, vinnum við að því að hafa áhrif á viðskiptavini, samstarfsfélaga og samfélag. Þú munt taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þvert á svið, starfsstöðvar og landamæri, auka hæfni þína og færni og hafa góðan stuðning til vaxtar og þróunar í stasrfi.

Við hlökkum til að fá umsóknina þína

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Álfgeir Sigurðarson, yfirmaður Deloitte á Austurlandi (sigurdur.alfgeir.sigurdarson@deloitte.is) og Harpa Hrund Jóhannsdóttir, á mannauðssviði (hjohannsdottir@deloitte.is). Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is, til og með 9. október 2022. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.