Verslunarstarf hjá A4 – Egilsstaðir

A4 Egilsstaðir

Viltu vinna hálfan daginn í skemmtilegu umhverfi?

Við hjá A4 óskum eftir að ráða kraftmikinn sölufulltrúa í verslun okkar á Egilsstöðum.  Um er að ræða hlutastarf en unnið er á hálfsdagsvöktum innan opnunartíma verslunarinnar.

Jafnframt er unnið annan hvern laugardag á opnunartíma verslunarinnar.

Við leitum að ábyrgðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi til starfa sem getur hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni sölumanns eru:

Sala, ráðgjöf og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.
Áfyllingar, framstillingar, móttaka á vörum, afgreiðsla á kassa og önnur almenn verslunarstörf.

Kröfur um hæfni og reynslu:

Reynsla af sölu- og verslunarstörfum.
Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum.
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
Snyrtimennska og auga fyrir framstillingu vara.
Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni.

Um er að ræða tímabundið starf eða til lok ágústmánaðar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðsstjóri Alfa Lára Guðmundsdóttir í síma 580-0000.

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á alfa@a4.is merkt:  Verslunarstarf á Egilsstöðum

A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns.