Verkefnastjóri og umsjónamaður vinnustofudvala listamanna

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði auglýsir eftir starfsmanni til að gegna stöðu verkefnastjóra og umsjónarmanns vinnustofudvala listamanna.

Umsóknarfrestur er til 31.05.2022 og umsóknargögn skulu sendast til [email protected].

Nánari upplýsingar fást í síma 865 6106

Um 81% stöðugildi er að ræða og um tímabundna ráðningu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf mánudaginn 13.06.2022.

Hæfniskröfur

 • Reynsla og geta til faglegra textasmíða, mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
 • Á vinnustaðnum er enska ráðandi tungumál í dags daglegum rekstri.
 • Reynsla og færni við gerð styrktarumsókna, verk- og fjárhagsáætlana.
 • Þekking og reynsla af myndvinnslu í Photoshop og framleiðsla á efni fyrir WordPress vefsíðu og samfélagsmiðla.
 • Bílpróf
 • Reynsla af verkefnastjórnun
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, dugnaður, lausnamiðuð og skipulögð hugsun, sveigjanleiki og geta til að mæta óvæntum verkefnum og áskorunum.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund.
 • Vilji til að ganga í öll störf svo starfsemi miðstöðvarinnar gangi farsællega.
 • Þekking og áhugi á menningu og listum.

Starfslýsing

 1. Vinnustofudvöl listamanna
 • Að annast tölvupóstsamskipti við listafólk dvalarinnar, móttaka umsókna og yfirferð á þeim, bókun á dvöl og innheimta á dvalargjöldum, útbúa skjöl og reikninga, aðstoð við skipulagninu á ferðalögum listafólks, svara fyrirspurnum er varða dvölina og öðru því tengdu.
 • Aðstoða listafólk á meðan á dvöl þeirra stendur við kaup á aðföngum og efnivið, starfræna prentun eða í tengslum við prentþjónustu, aðstoð á prentverkstæði og keramikverkstæði
 • Umsjónarmaður vinnustofudvalarinnar leiðir „Welcome Talk“ og „Good bye Talk“ við listafólkið við komu og fyrir brottför ásamt öðru starfsfólki miðstöðvarinnar
 • Umsjónarmaður vinnustofudvalarinnar skiptir með sér og öðru starfsfólki miðstöðvarinnar að aka listafólki einu sinni í viku í verslunarferð á bifreið miðstöðvarinnar. Eins annast umsjónarmaður ásamt öðru starfsfólki miðstöðvarinnar að sækja listafólk i flug, en það er einungis gert á 1. og 2. dag hvers mánaðar. Eins getur þurft að aðstoða gestalistamenn við að komast í flug við brottför.
 • Umsjónarmaður vinnustofudvalarinnar ásamt öðru starfsfólki miðstöðvarinnar getur þurft að ganga í þrif eða undirbúning á gistihúsnæði listafólksins, þrátt fyrir að annar aðili sé ráðinn til þess starfs. Komi svo fyrir af einhverjum ástæðum að sá aðili sem annast ræstingar komist ekki til vinnu eða nái ekki að fullbúa gistihúsnæði listafólksins fyrir komu þeirra getur umsjónamaðurinn ásamt öðru starfsfólki þurft ða stíga inn í það hlutverk.
 1. Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum miðstöðvarinnar
 • Í þessu felst að framleiða efni, texta, ljósmyndir og myndbönd sem kynna listafólk vinnustofudvalarinnar, starfsemina og viðburði miðstö‘varinnar auk mögulegra úrbóta og þróun á ásýnd og efni vefsíðu miðstöðvarinnar. Gerðir eru prófílar á vefsíðu miðstöðvarinnar um hvern og einn þátttakanda í vinnustofudvölinni þar sem má finna stutta kynningu á viðkomandi listamanni, hlekk á vefsíðu hans auk ljósmynda af verkum sem unnin voru á meðan á dvölinni stóð. Um einskonar „archive“ eða skjalfestingu á vinnustofudvöl miðstöðvarinnar er að ræða.
 1. Verkefnastjórnun í tengslum við ýmis stærri og smærri verkefni, námskeið og viðburði miðstöðvarinnar
 • Nokkur verkefni eru fyirrhuguð á ráðningartímabilinu.
 1. Umsóknir í sjóði, skipulagning og útfærsla á menningarstarfsemi og viðburðum miðstöðvarinnar
 • Verkefnastjóri mun annast skrif og gerð umsókna í sjóði í tengslum við fyrirhuguð verkefni og menningarviðburði ársins 2023.
 1. Hið daglega líf
 • Í starfinu er einnig fólgin samvinna við forstöðufólk miðstöðvarinnar um daglega umsjón og umhirðu á miðstöðinni, í raun hvað þarf að gera hverju sinni svo starfsemi miðstöðvarinnar gangi farsællega. Þetta getur átt við um klósettrúlluskipti á baðherbergi miðstöðvarinnar, að vökva blómin, færa húsgögn, kaup á aðföngum fyrir reksturinn eða hvaðeina óvæmt sem getur komið upp og mun sennilega koma upp.