Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála hjá Múlaþingi. Um er að ræða 100% afleysingu til amk. mars 2023 og er æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst eftir áramót.

Múlaþing óskar eftir því að ráða öflugan verkefnastjóra í mjög fjölbreytt og lifandi starf. Verkefnastjóri íþrótta- og æskulýðsmála hjá Múlaþingi hefur umsjón með verkefnum tengdum íþrótta-, forvarna-, tómstunda- og æskulýðsmálum sveitarfélagsins. Verkefnastjóri þjónustar og er faglegur stuðningur við ungmennaráð Múlaþings.

Næsti yfirmaður er íþrótta- og æskulýðsstjóri Múlaþings.

Starfskraftur er með fasta starfsstöð á einni af fjórum skrifstofum Múlaþings, Egilsstöðum, Borgarfirði eystri, Djúpavogi eða Seyðisfirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfskraftur ungmennaráðs og fylgir eftir ákvörðunum þess
Hefur yfirumsjón með viðburðum, hátíðum og mótum sem sveitarfélagið kemur að á sviði forvarna-, íþrótta og tómstunda.
Hefur umsjón með gerð upplýsingaefnis um íþrótta-, tómstunda-, æskulýðs- og forvarnamál í samstarfi við yfirmann og forstöðuaðila.
Veitir upplýsingar og ráðgjöf eftir þörfum á sínu sviði.
Hefur frumkvæði að forvarna- og æskulýðsverkefnum og eftirfylgni með þeim.
Þekkingaröflun, þekkingarmiðlun, þróunarstarf og greining upplýsinga í forvarna- og æskulýðsmálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Hreint sakavottorð.
Þekking á íþrótta- og æskulýðsmálum.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
Þekking á undirbúningi og stjórnun funda.
Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.